skip to Main Content

Algengar spurningar

Það er markmið okkar að veita þér allar þær upplýsingar sem þú þarft varðandi vöru okkar og þjónustu. Við höfum því tekið saman og svarað nokkrum algengum spurningum. Ef þú finnur ekki það sem þú leitar að eða þarft aðstoð, smelltu hér.

Ég vil fara úr núverandi hótelkerfi yfir í ROOMER, hvað geri ég?

Þjónustuteymið okkar tryggir að allar væntanlegar bókanir verði fluttar yfir í ROOMER PMS úr núverandi kerfi, sem og að allar tengdar sölurásir flytjist yfir í markaðstorg ROOMER svo þú getir stjórnað verði og framboði á einum stað.  Við tryggjum að flutningurinn gangi hratt og örugglega og munum leiðbeina þér í gegnum allt ferlið, frá byrjun til enda. Það eina sem þú þarft að gera er að segja upp núverandi kerfi, við viljum ekki að þú sért að greiða fyrir tvö kerfi.

Ég er ekki að nota hótelkerfi og langar að nýta mér Roomer, hvað á ég að gera?

Frábært, þú átt ekki eftir að sjá eftir því. ROOMER PMS hentar öllum stærðum og gerðum gistirýma og á eftir að veita þér tækifæri til að gera það sem skiptir mestu máli, að sinna þörfum hótelgesta þinna! Hafðu samband við söluteymið okkar í gegnum netfangið sales@roomerpms.com eða í síma 497-1208

Hvað geta margir notendur unnið í ROOMER á sama tíma og hver er kostnaðurinn fyrir hvern notenda?

Þú getur skráð eins marga notendur og þú vilt. Mánaðargjaldið fer ekki eftir fjölda notenda og mun þar með ekki hækka þó þú bætir við nýjum.

Er kynningin frí?

Við viljum gjarnan sýna þér ROOMER og er það þér að kostnaðarlausu. Hægt er að fá kynningu á kerfinu í gegnum netið eða persónulega hjá viðskiptastjóra okkar. Að auki getur þú kynnt þér kerfið betur með því að óska eftir prufuaðgangi.

Hverjir eru skilmálar og uppsagnarfrestur á samningum?

Lágmarkslengd á samningum okkar eru 12 mánuðir og er uppsagnarfrestur einn mánuður fyrir samningslok. Ef þú ert með samning þá vinsamlegast kynntu þér skilmálana og ekki hika við að hafa samband ef eitthvað er óljóst.

Er frír prufutími?

Við bjóðum uppá prufuútgáfu á ROOMER með tengingu við Booking.com og Expedia til prufu í einn mánuð. Að prufutíma loknum ræðum við upplifun þína af kerfinu og þú  ákveður hvort þú viljir áframhaldandi samning.

Hvað kostar að setja upp ROOMER?

Við gerum allt sem við getum til að uppsetningin og flutningur gagna séu skilvirk og þægileg ásamt því að kerfið verði sett upp algjörlega eftir þínum óskum. Tekið er eitt gjald fyrir uppsetningu sem eru 400 Evrur.

Er kennslan á kerfið innifalin í verði?

Við bjóðum upp á tveggja tíma fría kennslu á kerfið fyrir þig og teymið þitt. Kennslan mun fara fram í gegnum netið.

Hversu langan tíma tekur það að setja upp ROOMER PMS?

Uppsetningin á kerfinu tekur að meðaltali um tvo daga, getur tekið lengri tíma eða styttri en það fer eftir þeim upplýsingum og gögnum sem þú veitir okkar. Við munum fara vel yfir hvenær hvað er gert og veita þér þannig góða yfirsýn yfir þær upplýsingar og gögn sem við þurfum til að setja upp kerfi.

Hvernig hef ég samband við þjónustuverið?

Hægt er að hafa samband við þjónustuver okkar alla virka daga frá kl. 08:00 – 22:00 á Hollenskum tíma í síma 497-1208 eða í gegnum netpóstinn support@roomerpms.com. Fyrir utan skrifstofutíma og um helgar og á helgidögum er hægt að hafa samband við okkur með því að skilja eftir skilaboð í talhólfi okkar eða með því að senda okkur netpóst. Við munum hafa samband eins fljótt og auðið er.

Ég þarf aðstoð í gegnum fjarþjónsutu (remote support), er það hægt?

Þú getur óskað eftir fjarþjónustu (remote support) í gegnum ,,hjálp” hnappinn inn í kerfinu. Ef þú hefur samband í síma 497-1208 getur þú gefið okkur kóðann sem birtist á skjánum þínum en þannig sjáum við hvað er að gerast á skjánum þínum og aðstoðað þig hratt og örugglega.“]Hvernig greiði ég mánaðargjaldið?

Mig vantar ákveðinn möguleika í ROOMER, hvað geri ég?

Hefur þú hugmyndir eða athugasemdir varðandi nýja eiginleika eða endurbætur? Við viljum gjarnan heyra þær og fögnum öllum ábendingum. Þróunarteymið okkar er ávalt reiðubúið að veita þér nánari upplýsingar um hvort og hvenær nýjar viðbætur verða þróaðar.

Ég er í vanda eða með spurningu varðandi ROOMER, hvað geri ég?

Ekki hika við að hafa samband við okkur annaðhvort í síma 497-1208 eða í gegnum netpóst.

Get ég tengt POS kerfi við ROOMER?

Hægt er að tengja nokkur mismunandi POS kerfið við ROOMER PMS. Kynntu þér núverandi möguleika á síðu okkar yfir samstarfsaðila. Athugaðu einnig að þar sem við erum með opið API viðmót þá er alltaf hægt að skoða hvort möglegt sé að tengjast öðrum POS kerfum. Heyrðu í okkur og við munum veita þér nánari upplýsingar.

Get ég tengt bókhaldskerfið mitt við ROOMER?

Hægt er að tengja nokkur mismunandi bókhaldskerfi við ROOMER PMS. Kynntu þér núverandi möguleika á síðu okkar yfir samstarfsaðila. Athugaðu einnig að þar sem við erum með opið API viðmót þá er alltaf hægt að skoða hvort möglegt sé að tengjast öðrum kerfum. Heyrðu í okkur og við munum veita þér nánari upplýsingar.

Ég vil nýta mér önnur sölukerfi, hvernig tengi ég það við ROOMER?

Hægt er að tengja nokkur mismunandi sölukerfi við ROOMER PMS. Kynntu þér núverandi möguleika á síðu okkar yfir samstarfsaðila. Athugaðu einnig að þar sem við erum með opið API viðmót þá er alltaf hægt að skoða hvort möglegt sé að tengjast öðrum kerfum. Heyrðu í okkur og við munum veita þér nánari upplýsingar

Ég vil selja herbergi í gegnum mismunandi sölurásir, er það hægt?

Þú getur tengst yfir 600 sölurásum í gegnum markaðstorg okkar þar sem þú stýrir verði og framboði á einum stað. Viltu bæta við nýrri sölurás? Hafðu samband og við sjáum um að setja upp tengingu. Athugaðu að með því að tengjast fjölbreyttum sölurásum eykur þú sýnileika sem leiðir til fleiri bókanna. Eini ókosturinn eru þóknunargjöldin sem þarf að greiða og skiptir því miklu máli að stjórna sölurásunum vel. ROOMER býður einnig upp á fjölbreyttar lausnir eins og tekjustýringu og bókunarvél sem aðstoða þig við að lágmarka þóknunargjöldin.

Hversu margar sölurásir get ég tengt við markaðstorgið mitt í ROOMER?

Þú getur tengt eins margar sölurásir og þú vilt við markaðstorgið þitt í ROOMER. Í boði eru mismunandi pakkar þar sem fjöldi sölurása er frá tveim og upp í eins margar og þú vilt. Hafðu samband og við munum veita þér nánari upplýsingar og verðtilboð.

Ég vil hafa sjálfvirka lokun á ákveðnar sölurásir þegar gististaður minn hefur 70% nýtingu, er það hægt?

Já, í gegnum tekjustýringarkerfi ROOMER getur þú sett upp reglur samkvæmt nýtingar- og verðlagningarstefnu þinni sem opnar og lokar sjálfkrafa fyrir framboð á sölurásum þínum. Þú ákveður alfarið hvenær og hvar þú vilt selja gistirýmin þín.

Toggle title

Framboði er stjórnað á markaðstorgi ROOMER þar sem allar breytingar fara á tengdar sölurásir á nokkrum sekúndum. Hægt er að setja upp sjálfkrafa stillingu á framboði í Roomer og uppfærast þá allar sölurásir um leið og bókun er gerð eða afbókuð. Framboðið þitt er þá alltaf í rauntíma og áhyggjur af sölu herbergja og yfirbókunum útilokaðar

Ef ég breyti verðum og/eða framboði í ROOMER, hversu langan tíma tekur það að breytast á heimasíðu og tengdum sölurásum?

Allar breytingar inn í ROOMER eru uppfærðar um leið, á nokkrum sekúndum. Markaðstorgið hefur tvíhliða tenginu sem tryggir hraða og öruggar uppfærslur á framboði og verði.

Greiði ég þóknunargjald fyrir bókanir sem koma í gegnum bókunarvél ROOMER?

Ekkert þókunargjald er á þeim bókunum sem koma í gegnum bókunarvél ROOMER. Fjölgaðu beinum bókunum og sparaðu þér þóknun  með því að setja bókunarvél ROOMER á heimasíðuna þína.

Er hægt að fá kennslu á kerfið fyrir nýja starfsmenn?

Það er okkar hagur að aðstoða þig við að kenna nýju starfsfólki á kerfið. Kennslan mun fara fram í gegnum netið eða á staðnum ef mögulegt. Þú getur stofnað eins marga notendur og þú óskar og mundu að þú stjórnar algjörlega aðgangi þeirra. Hafðu samband til að bóka kennslu fyrir nýja starfsmenn.

Ég er með Mac book tölvu, get ég notað ROOMER á Mac?

ROOMER PMS er veflausn sem veitir þér tækifæri til að nota kerfið í gegnum vafra að eigin vali. Þú þarft ekki að hlaða niður kerfinu og getur þar með notað ROOMER hvar og hvenær sem er.

Ég vil að notendur hafi aðeins aðgang að kerfinu á vinnustaðnum, er það hægt?

Já og við mælum með því að notendur hafi aðeins aðgang að kerfinu þegar þeir eru  á vinnustaðnum. Einungis þarf að setja IP tölu hótelsins inn í stillingar en þannig getur þú verið viss um að ekki sé hægt að fara inn í kerfið utan vinnutíma. Þú stjórnar algjörlega hvaða rétt hver notandi hefur og getur veitt þeim notendum sem þurfa aðgang annarsstaðar þann rétt og lokað á aðra.

Er hægt að stilla hvaða upplýsingar notendur sjá?

Já, þú stjórnar hvað notendur þínir sjá í gegnum hlutverk þeirra inn í ROOMER. Sem dæmi þá er hægt að hafa sumar skýrslur aðeins  sýnilegar fyrir  ákveðnum stjórnendum, og að aðeins tekjustjóri og móttökustjóri geti breytt verðum og framboði.

Ég vil taka á móti greiðslum í ROOMER, hvað á ég að gera?

Með því að nota PCI auðkenningartólið getur þú tekið á móti greiðslum eða endurgreitt á kreditkort beint í gegnum ROOMER. Þú finnur samninginn inn í ROOMER sem þú þarft að skrifa undir og senda til okkar til að samþykkja þjónustuna. Hafðu samband við þjónustver okkar varðandi nánari upplýsingar.

Er öruggt að taka greiðslur í gegnum kerfið?

ROOMER PMS hefur rafræna PCI auðkenningu sem veitir öruggar færslur á greiðslum. Viðkvæmar greiðslukorta upplýsingar fara í gegnum örugg hlið þar sem þau eru auðkennd og þar með ekki unnin á netþjónum okkar. Þetta er einstök, nútímaleg og örugg leið fyrir hótel til að taka á móti viðkvæmum gögnum samkvæmt GDPR löggjöfinni.

Getur ROOMER ábyrgst öryggi persónuupplýsinga?

ROOMER PMS leggur mikla áherslu á öryggi og er ætíð forgangsverkefni okkar. Skýjalausn okkar er hönnuð til að veita viðskiptavinum okkar eins öflugt, sveigjanlegt og öruggt skýjaumhverfi og mögulegt er í dag og vinnum stöðugt að því að bjóða upp á þjónustu og lausnir sem aðstoðar þig við að byggja upp umhverfi sem fer eftir GDPR löggjöfinni. Skýjalausn okkar ferðast um á 256 bita dulkóðun sem vísar til lengdar dulkóðunarlykilsins sem notaður er til að umrita gagnastraum eða skrár. Spjallþráður eða kexþjónn þarf 2256 mismunandi samsetningar til að brjóta 256 bita dulkóðuðum skilaboðum, sem eru nánast ómögulegt, jafnvel af hröðustu tölvunum.

Þegar það kemur út ný útgáfa af ROOMER leggst þá aukakostnaður á mig og hvenær verður næsta útgáfa tilbúin?

Allar uppfærslur og útgáfur af ROOMER eru innifaldar í mánaðargjaldi þínu. Þær uppfærast sjálfkrafa og þar með þarft þú ekki að hlaða niður auka hlutum eða nýrri útgáfu í hvert sinn sem eitthvað breytist.

Get ég sett nokkra mismunandi reikninga á sama herbergið?

Já, þar sem það er algengt að t.d. ferðaþjónustufyrirtæki greiði fyrir herbergi og gesturinn greiði fyrir allan auka kostnað t.d. mat og vörur á minibar þá er einfalt að gera tvo eða fleiri reikninga á sama herbergið í ROOMER.

Er hægt að breyta litunum í ROOMER?

Þegar þú byrjar að nota ROOMER velur þú hvaða litir merkja hvað t.d. að rauður merki að gestur eigi eftir að skila herbergi og grænn merki að reikningur hafi verið greiddur. Þú getur svo alltaf breytt þessum stillingum inn í ROOMER þegar þú vilt..

BÓKA KYNNINGU   

ÓKa kynningu

Eða láttu okkur hringja +31 (0)85 8880 277

Back To Top